Opnunarmót GKG 2020 – verðlaunaskrá

Það voru 142 keppendur sem tóku þátt í Opnunamóti GKG í glæsilegur veðri á Leirdalsvelli. Mótið tókst með eindæmum vel en þetta var fyrsta innanfélagsmót sem við keyrum með rauntímaskorskráningu. Staðan var því öllum ljós á meðan mótið stóð yfir og segja má að þarna hafi Golfbox með sanni slegið […]

By |18.05.2020|Categories: Uncategorized|

Grísasnitsel föstudaginn 15. maí 2020

Árið er 1831 og Svisslendingar gera sína mestu uppgötvun fyrr og síðar, grísasnitselinn eða WienerSchnitzel eins og þarlendir kall‘etta! Núna er árið 2020 og við ætlum okkur að njóta þessarar Svisslensku þjóðargersemar að viðbættri ýmsum töfrabrögðum ala Mulligan. Herlegheitin eru smjörsteikt með ekta MS smjöri, ofnbökuðum karftöflum, gljáðu grænmeti og […]

By |14.05.2020|Categories: Uncategorized|

Lambaskankahádegi – föstudaginn 8. maí 2020 – með friðrými

Við höldum áfram föstudagshádegisbragðlaukaævintýri GKG

Sumir halda því fram að lundirnar séu besta kjötið af lambinu meðan aðrir halda því fram að það sé lærið, enn aðrir hryggurinn  en flestir ef ekki allir eru sammála því að hægeldaðir lambaskankar ala Viggi toppa flest ef ekki allt.

Nú höldum við GKG-ingar áfram að […]

By |06.05.2020|Categories: Uncategorized|

Hvað segir GKG-ingurinn Ingunn Einarsdóttir?

Hvert verður helsta leynivopn keppniskylfingsins góða hennar Ingunnar Einars inn í golfsumarið 2020 og af hverju á hún það til að spóka sig um með sólgleraugu í rigningu og roki? Því ljóstrar þessi flotti Kópavogsbúi upp hér í þessu skemmtilega viðtali ásamt ýmsu öðru. Eins og því hvers konar góðgæti […]

Hvað segir GKG-ingurinn – Jón K. Baldursson fráfarandi formaður mótanefndar

Það er fráfarandi formaður mótanefndar, hinn 55 ára gamli Garðbæingur Jón Kristinn Baldursson sem hér slær góðan vortón inn í GKG sumarið framundan.  Jón var formaður mótanefndar á árunum 2011 til 2019 í átta ár og sinnti því starfi með einstökum árangri. Nú er komið að því að Jón fái […]

By |25.03.2020|Categories: Uncategorized|

Félagsvist fimmtudaginn 27. febrúar

GKG-ingar takið 27. febrúar frá fyrir þriðju umferð félagsvistarinnar!.

Í síðustu félagsvist vann Kristlaug Sigríður kvennaflokkinn annað skiptið í röð og formaðurinn nældi sér í verðlaun. Nú er það stóra spurningin hverjir taka þetta næstkomandi fimmtudag, en aðalatriðið er nú samt að vera með og njóta samverunnar svona korteri fyrir opnun […]

By |21.02.2020|Categories: Uncategorized|

Kristlaug Sigríður vann annað skiptið í röð og formaðurinn nældi sér í verðlaun

í síðustu viku spiluðum við aðra umferð félagsvistar GKG undir stjórn Einars Gunnars. Kristlaug Sigríður Sveinsdóttir gerði sér lítið fyrir og vann kvennaflokknum annað skiptið í röð en í þetta sinn var það enginn annar en formaðurinn hann Guðmundur […]

By |10.02.2020|Categories: Uncategorized|

Þorrablót GKG – Nú fjölmennum við GKG-ingar og hefjum stemninguna fyrir golfsumarið 2020

Þorrablót GKG 2020

Þorrablót GKG verður haldið laugardaginn 8. febrúar. og hefst kl. 19:00 með fordrykk.

  • Veislustjóri: Gerða okkar hin eina sanna
  • Magnús Harðar, ræsir og píanósnillingur gefur tóninn í upphafi kvölds.
  • Söngfuglar GKG leiða þorrasönginnn undir stjórn Elísabetar Harðar.
  • Hinir eiturhressu Hrafnar brillera eins og þeim einum er […]
By |21.01.2020|Categories: Uncategorized|

Hvað segir GKG-ingurinn? – Haukur Már Ólafsson

Það er stórgolfarinn Haukur Már Ólafsson, 33 ára Kópavogsbúi með 2 í forgjöf og meðlimur í einherjaklúbbnum, sem á GKG-orðið í dag.

Hvað dró þig að golfinu og hvenær? Ég held að mamma hafi dregið okkur bræðurna í golf, ég var um 8-9 ára.

Hvers vegna valdirðu GKG? Fjölskyldan flutti í Kópavoginn […]

By |22.11.2019|Categories: Uncategorized|
Go to Top